
-
Þegar inn er komið á allt að vera tilbúið til að taka á móti ykkur flest öll heimilstæki og borðbúnaður. Rétt er að vekja athygli á stiganum upp á loftið en hann er brattur og varasamur ef ekki er farið með fullri gát. Sérstaklega er fólk beðið um að hafa auga með ungum börnum bæði innan dyra og utan því hættur leynast víða. Til að kveikja og slökkva á sjónvarpinu er notaður ljósatakki sem er innstur til vinstri þegar komið er inn í alrýmið (númer fimm). Gestir okkar er beðnir að taka tillit til þess að reykingar eru ekki leyfðar innandyra.
-
Ef nota á heita pottinn er farið inn í skúrinn úti og vinstra megin þegar komið er inn er stýring á dælunni. Til að fylla pottinn er snúið til hægri þegar staðið er beint fyrir framan dælurofann og síðan til vinstri þegar tæma á pottinn. Nauðsynlegt er að allir tæmi pottinn og þrífi hann vel og setji lokið yfir áður en húsið er yfirgefið.
-
Þvottavél og þurrkari eru í skúrnum þannig að allir geta sett í vél ef þannig stendur á.
-
Gasgrill er á staðnum og þegar það er notað er best að draga það fram á pallinn en ganga síðan aftur frá inn í hornið áður en húsið er yfirgefið. Passa þarf að þrífa grillið vel eftir hverja notkun. Ef gasið tæmist er nauðsynleg að kaupa nýja áfyllingu sem síðan verður endurgreidd gegn framvísun reiknings.
-
Leigutökum ber að þrífa húsið vel áður en það er yfirgefið. Ryksuga allar vistarverur og þvo gólf og fara með tusku yfir allar innréttingar og gluggasillur. Þá er nauðsynlegt að öll heimilistæki séu vel þrifin og ísskápur tæmdur. Gestir eru beðnir um að fara með allt rusl sem er flokkanleg á gámsvæði á Laugum sem er staðsett á bak við Flugbjörgunarhúsið við Iðnbæ. Lykillinn að gámasvæðinu er inni í rafmagnstöflunni og er mjög áíðandi að honum sé skilað þangað aftur áður en húsið er yfirgefið. Þegar húsið er yfirgefið þarf að gæta þess að allir gluggar séu lokaðir og gluggatjöld fyrir öllum gluggum, ljós slökkt og húsið og skúrinn læstur.