






Goðafoss er stutt frá og þaðan er tilvalið að aka inn Bárðardal lengsta dal landsins og alla leið að Aldeyjarfossi, en hann er örstutt inn á Sprengisandsleið. Á Grenjaðarstað er byggðasafn í gömlum og reisulegum torfbæ. Stutt er til Mývatns þar sem meðal annars er hægt að skoða Dimmuborgir fara í Jarðböðin eða skoða fuglasafn Sigurgeirs á Ytri–Neslöndum. Þá er upplagt að fara Demantshringinn um Námaskarð að Dettifoss og þaðan veginn niður í Ásbyrgi með viðkomu í Hljóðaklettum og Hólmatungum. Einnig er hægt að taka stærri hring út á Melrakkasléttu alla leið út á Hraunhafnartanga nyrsta odda Íslands, með viðkomu á Kópaskeri, Raufarhöfn og Þórshöfn. Á Húsavík er nokkur áhugaverð söfn ásamt paradís hvalaskoðunar á Íslandi. Nánari upplýsingar má finna á vefnum www.nordausturland.is