top of page
Sjálfsbjörg

Bjarg endurhæfing  Bugðusíðu 1, er opin alla virka daga frá kl. 8:00 til 15:30.

Sími stöðvarinar er 462-6888 afgreiðslan er opin frá klukkan 08:00-16:00.

.

 

Auk þess að bjóða upp á almenna sjúkraþjálfun, bjóðum við uppá íþróttasjúkraþjálfun, þjálfun barna, sogæðanudd, nálastungur, vaxmeðferð fyrir gigtarsjúklinga, endurhæfingu eftir aðgerðir og heimasjúkraþjálfun.

Eins bjóðum við uppá iðjuþjálfun en þeir hafa sérþekkingu til að efla færni og nýta þá fræðslu, ráðgjöf , aðlögun og þjálfun í starfi sínu. Í upphafi meðferðar er gert mat á getu og áhuga skjólstæðingsins, iðju hans og aðstæðum. Þjálfun getur falist í því efla hjá viðkomandi þá eiginleika sem eru nauðsynlegir til að inna ákveðin verk af hendi. Þetta geta verið eiginleikar eins og hreyfing, skynjun, hugarstarf eða tilfinningalíf og félagsleg samskipti.

Stöðin starfar samkvæmt samningi við Sjúkratryggingar Íslands og miðast greiðslur skjólstæðinga við hann. Tilvísun frá lækni verður að vera fyrir hendi til að hægt sé að hefja meðferð. Hjá félaginu starfa að jafnaði 14 sjúkraþjálfarar og tveir iðjuþjálfar.

Sjálfsbjörg félag fatlaðra á Akureyri og nágrenni hefur rekið endurhæfingarstöð á Akureyri frá árinu 1970.

Bjarg endurhæfing er rekin af Sjálfsbjörg félagi fatlaðra á Akureyri. Félagið hefur rekið iðjuþjálfun frá árinu 2004 og sjúkraþjálfun frá 1970. Hjá félaginu starfa nú 14 sjúkraþjálfarar og 2 iðjuþjálfar.

Félagsmálanefnd Sjálfsbjargar  hefur starfað með miklum ágætum um langa hríð.  Nefndin hefur meðal annars staðið fyrir árlegri leikhúsferð í nærliggjandi sveitarfélög og síðsumars árhvert hefur verið farið í eins dags ferðalag.  Þá sér nefndin um árlegt jólaball.  Á hverjum vetri  frá september fram í mai hefur einnig verið spiluð félagsvist í sal félagsins að Bugðusíðu 1.   annað hvert fimmtudagskvöld.

bottom of page